Leikfélag Húsavíkur sýnir Óvitana!

Leikfélag Húsavíkur sýnir nú leikritið Óvita eftir Guðrúnu Helgadóttur. Verkið samdi Guðrún í tilefni barnaárs Sameinuðu þjóðanna, 1979 og var það þá sýnt í Þjóðleikhúsinu. Hlaut sýningin afar góðar viðtökur og hefur verið sýnt víða um land síðan bæði af áhuga- og atvinnuleikhúsum. Seinna var svo tónlist Jóns Ólafssonar bætt við með textum Davíðs Þórs Jónssonar.  Leikfélag Húsavíkur frumsýnir laugardaginn 2. mars. Leikstjóri er Stefán Sturla Sigurjónsson en hann vinnur með LH í fyrsta skipti.

 

Miðapantanir

Leikfélagið tók þá ákvörðun fyrir leikárið að taka upp miðasölu á netinu. Hér er hægt að panta miða! Hlökkum til að sjá ykkur í leikhúsinu.