Posted on

Fyrstu sýningar á Brennuvörgunum

Leikfélag Húsavíkur
Sýnir

BRENNUVARGANA

Höfundur: Max Frisch

Leikstjóri:  Ármann Guðmundsson

 

Frumsýning laugardaginn 7.febrúar kl. 16:00  Uppselt

2. sýning  þriðjudaginn 10. febrúar kl. 20:00  Aflýst

3. sýning      föstudaginn 13. febrúar  kl. 20:00

4. sýning      laugardaginn 14. febrúar kl. 16:00

   5. sýning      fimmtudaginn  19. febrúar kl. 20:00

 6. sýning      föstudaginn    20. febrúar kl. 20:00

7. sýning      sunnudaginn 22. febrúar  kl. 16:00

 

Miðasala í síma 464-1129 og á midi@leikfelagid.is

Miðaverð kr. 3000.-

Velkomin í leikhúsið okkar og góða skemmtun

Posted on

Brennuvargarnir væntanlegir á svið

Nú standa yfir stífar æfingar hjá Leikfélagi Húsavíkur. Leikritið sem væntanlegt er á fjalirnar  er Brennuvargarnir eftir Max Frisch í leikstjórn Ármanns Guðmundssonar. Stefnt er að frumsýningu í byrjun febrúar en nánar verður greint frá því hér innan skamms.

Hér er aðeins um verkið úr frétt og viðtali við Auði Jónasdóttur, formann LH á 640.is í haust:

“Við erum mjög spennt fyrir þessu verki sem er reyndar fámennt miðað við verk undanfarinna ára en mikil áskorun fyrir leikara að takast á við”. Sagði Auður í stuttu leikhússpjalli við 640.is.

Leikritið er gamandrama og í verkinu er vegið salt á milli íróníunnar og alvarleikans. Átakanlegir atburðir eru tjáðir með gáskafullum húmor og þetta er ótrúlega sterk dæmisaga um hrun og blindu manneskjunnar.

Brennuvargarnir fjalla um kaupsýslumanninn Biederman, sem þrátt fyrir viðvaranir um að brennuvargar gangi lausir og ekki sé ráðlegt að hýsa ókunnuga ákveður að taka inn á heimili sitt tvo ókunnuga menn. Hann hýsir þá á háalofti sínu og kippir sér lítið upp við það þótt þeir stafli þar upp bensíntunnum.

 

Posted on

Sýningum á „Sitji guðs englar“ lokið

Síðasta sýning á „Sitji guðs englar“ fór fram 1. maí síðastliðinn fyrir fullu húsi. Leikfélag Húsavíkur vill þakka leikhúsgestum kærlega fyrir komuna en um tvö þúsund manns sáu verkið á 22. sýningum.

Einnig vill Leikfélagið þakka öllum þeim sem komu að og studdu félagið við uppsetningu á „Englunum“ okkar kærlega fyrir hjálpina.

Hlökkum til að hitta ykkur öll á komandi leikári.