Posted on

Vel heppnuð frumsýning

Síðastliðinn föstudag, 24. nóvember, var Söngleikurinn Ást frumsýndur í Samkomuhúsinu á Húsavík. Er óhætt að segja að Húsvíkingar hafi beðið frumsýningarinnar með óþreyju, en skiltið utan á Samkomuhúsinu með nafni sýningarinnar var sett þar upp í kringum Mærudaga og þá þegar vaknaði forvitni bæjarbúa. Svo kom að frumsýningu og er óhætt að segja að sýningin hafi hlotið fádæma góðar undirtektir frumsýningargesta. Fögnuðu þeir leikurum og aðstandendum sýningarinnar vel og lengi og mátti heyra á mörgum á leið út eftir sýningu að hér hefðu gefist mörg tækifæri til ósvikinnar skemmtunar þótt undirtóninn sé líka alvarlegur. Halda áfram að lesa: Vel heppnuð frumsýning

Posted on

Ástin birtist í kvöld

Eftir þrotlausar æfingar undanfarnar vikur frumsýnir Leikfélag Húsavíkur Söngleikinn Ást eftir þá Vesturportsfélaga Gísla Örn Garðarsson og Víking Kristjánsson í kvöld í samkomuhúsinu á Húsavík.  Um tuttugu leikarar stíga á svið ásamt þriggja manna hljómsveit en fjöldi þekktra íslenskra og erlendra sönglaga fléttast inn í atburðarás verksins.  Hafa erlendu lögin- eftir höfunda á borð við Lennon, McCartney, Lou Reed o.fl.- verið íslenskuð sérstaklega fyrir þessa uppfærslu. Halda áfram að lesa: Ástin birtist í kvöld

Posted on

Ástin vekur athygli

Óhætt er að segja að Söngleikurinn Ást sé farinn að vekja mikla athygli, þó svo að sýningar séu enn ekki hafnar.  Fjallað hefur verið um  söngleikinn í fjölmörgum miðlum, bæði í netheimum og á prenti.

Nýjustu umfjöllunina er að finna á fréttavefnum www.siglo.is en áður höfðu fréttir birst á  www.640.is og www.641.is.  Einnig hefur verið fjallað um söngleikinn í prentmiðlum og á dögunum birtist m.a. grein um Ástina og Húsavík í tímaritinu Iceland reviewHalda áfram að lesa: Ástin vekur athygli