Posted on

Þýðingar á söngtextum í Söngleiknum Ást

Þeir Þorkell Björnsson, sem leikur í Söngleiknum Ást hjá Leikfélagi Húsavíkur, og Jakob S. Jónsson, leikstjóri, tóku þátt í Málþingi um íslenska tungu, sem haldið var í Framhaldsskólanum á Laugum í tilefni Dags íslenskrar tungu, föstudaginn 16. nóvember.

Á málþinginu greindu þeir frá því af hverju var ráðist í að íslenska enska texta söngleiksins og greindi Þorkell frá því að það væri bæði rétt og sjálfsagt að bjóða íslenskum áhorfendum leiksýningu á sínu móðurmáli, enda væri íslenskan þannig tungumál, að hún ætti orð yfir hvaða hugsun og fyrirbæri sem vera skyldi. Halda áfram að lesa: Þýðingar á söngtextum í Söngleiknum Ást