Bót og betrun

Bót og betrun er breskur gamanleikur í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur. Höfundur verksins er Michael Cooney og þýðandi Hörður Sigurðsson.

Verkið fjallar um Eric Swan sem grípur til þess ráðs að svíkja fé út úr félagsmálakerfinu, eftir að hann missir vinnuna. Svindlið fer hins vegar úr böndunum og þá hyggst okkar maður gera bót og betrun en kemst að því að það er oft erfiðara að losna af bótum en að komast á þær. Hann er fastur í eigin lygavef, fulltrúar Félagsmálastofnunar sækja að honum úr öllum áttum, eiginkonan er full grunsemda og vandinn vex með hverri viðleitni hans til að snúa við blaðinu.

Sýningum á bót og betrun lauk 6. maí 2017

Brot úr sýningunni