Ást

 

Söngleikurinn Ást eftir þá Vesturportsfélaga Gísla Örn Garðarsson og Víking Kristjánsson var settur upp haustið 2012 í leikstjórn Jakobs S. Jónssonar og tónlistarstjórn Knúts Emils Jónassonar.  Leikmyndin var í höndum listasmiða Leikfélagsins, þeirra Einars Halldórs Einarssonar og Sveinbjörns Magnússonar “Bróa”.

Söngleikurinn ást er íslensk saga, fjörleg og skemmtileg, en með alvarlegum undirtón. Um tuttugu leikarar tóku þátt í sýningunni ásamt þriggja manna hljómsveit en fjöldi þekktra íslenskra og erlendra sönglaga fléttast inn í atburðarás verksins. Sýningar stóðu fram í lok janúar.