Pýramus og Þispa í samkomuhúsinu

Leikfélag FSH, Pýramus & Þispa sýnir nú í samkomuhúsinu leikritið Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt! í leikstjórn Jóhanns Kristins Gunnarssonar.

  • Frumsýning – Föstudaginn 4. nóvember kl. 20:00
  • 2. sýning – Sunnudaginn 6. nóvember kl. 20:00
  • 3. sýning – Mánudaginn 7. nóvember kl.20:00
  • 4. sýning – Fimmtudaginn 10. nóvember kl. 20:00
  • 5. sýning – Föstudaginn 11. nóvember kl. 20:00
  • 6. sýning – Laugardaginn 12. nóvember kl. 16:00

Miðapantanir eru í síma 464 1129 tveimur tímum fyrir sýningu.

Aðalfundur Leikfélags Húsavíkur

Aðalfundur Leikfélags Húsavíkur verður haldinn í Framhaldsskólanum á  Húsavík, miðvikudaginn 26. október  kl. 20:00.

Dagskrá :

  • Venjuleg aðalfundastörf samkvæmt samþykktum félagsins.
  • Önnur mál

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Nýir félagar velkomnir.

Stjórn Leikfélags Húsavíkur.

Sýningum lokið á Dýrunum í Hálsaskógi

Vel á annað þúsund manns sáu sýninguna og ekki annað að sjá og heyra en að leikhúsgestir kynnu vel að meta. Það er kannski ekki að undra þegar ríflega 50 leikfélagar taka sig saman og leggja metnað sinn í að setja upp flotta sýningu á sígildu verki eftir ástsælan höfund. Þó er alls ekki gefið að vel takist til, og því er stjórn LH himinlifandi yfir útkomunni og þakkar öllum þeim sem að sýningunni komu kærlega fyrir framlagið.

Við erum þegar farin að huga að næstu sýningu og greinum frá því hvað fyrir valinu verður þegar þar að kemur.